pregnancy MÍn sKoÐuN

þriðjudagur, mars 13

Jiii ég er alveg andlaus.. En samt fínt héðan að frétta.. Bara allt á fullu að skoða íbúðir.. ekki það skemmtilegasta.. Sérstaklega þegar íbúðin sem okkur langaði í seldist fyrir framan nefið á okkur!! Frekar fúllt!!

Eníveis.... Kúlan dafnar.. Og vaxtakippurinn sem ég hélt að væri tímabundinn.. Virðist ekki vera það!! Ég bara stækka og stækka... Veit ekki hvernig þetta verður þegar ég er komin á steypirinn!! En barnið virðist fíla plássið vel og hreyfir sig mjög mikið.. Bara gaman.. En það eru sko ekki allir sem fá að finna.. Greinilega pikkí ;)
Ég er komin núna 25vikur og einhverja daga... En mér finnst svo asnalegt að reikna þetta í mánuðum.. Maður getur ekki deilt bara í 4!! Þannig að mér reiknast til að ég sé þá komin rúmlega 5mán.. Allavega segir eh bók sem ég er með í láni að vikur 23-27 sé sjötti mánuðurinn... Þannig að eftir tæplega tvær vikur hlít ég að vera komin 6mán?? Það er miklu stærri tala fyrir mér að segja tæplega 6mán heldur en 25 vikur.. Hljómar miklu stærra að vera komin 6mán!??? Annars finnst mér fínt að telja í vikum það er aftur verra ef einhver spyr mig hvað það er mikið í mánuðum!! hehe
Ég er svona aðeins farin að hugsa um orlofið.. En ekki jafn mikið og Gunnar.. Hann er með þetta alveg á hreinu og er búin að ráðstafa því öllu... Sem er auðvitað fínt.. Þá þarf ég ekki að pæla í því :)
Svo eru það fatakaup... Er svona aðeins búin að skoða.. en einhvernveginn ekkert búin að kaupa.. en ég hugsa að ég detti nú aðeins í kaup bráðlega.. Allavega þetta helsta eins og samfellur og heimagalla... Mér finnst það öfga spennó að fara að kaupa... En ég held að ég fái valkvíða við að velja.....

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég man þegar fólk var að spurja mig, hvað ertu komin langt, ég sagði t.d.24 vikur og þá var stundum spurt hvað er það í mánuðuðum? Fannst líka betra að segja vikurnar heldur en mánuðina. Skemmtu þér að versla:D Það er MJÖG gaman, maður getur misst sig í búðunum....vill kaupa allt:D
jæja er hætt í bili.
kveðja frá DK
Bylgja Dögg
p.s. takk fyrir kveðjuna:D

Nafnlaus sagði...

Ég man þegar fólk var að spurja mig, hvað ertu komin langt, ég sagði t.d.24 vikur og þá var stundum spurt hvað er það í mánuðuðum? Fannst líka betra að segja vikurnar heldur en mánuðina. Skemmtu þér að versla:D Það er MJÖG gaman, maður getur misst sig í búðunum....vill kaupa allt:D
jæja er hætt í bili.
kveðja frá DK
Bylgja Dögg
p.s. takk fyrir kveðjuna:D

Nafnlaus sagði...

Ég man þegar fólk var að spurja mig, hvað ertu komin langt, ég sagði t.d.24 vikur og þá var stundum spurt hvað er það í mánuðuðum? Fannst líka betra að segja vikurnar heldur en mánuðina. Skemmtu þér að versla:D Það er MJÖG gaman, maður getur misst sig í búðunum....vill kaupa allt:D
jæja er hætt í bili.
kveðja frá DK
Bylgja Dögg
p.s. takk fyrir kveðjuna:D

Nafnlaus sagði...

íris mín, ef þú ert sett 23 júní þá ertu gengin 40 vikur þann dag, og þá ertu komin 6 mánuði 23 mars ekki satt, því þá eru 3 mánuðir eftir. 9-3 jafnt og 6 am i right????
Annars er mér svo sem alveg sama hvernig þú reiknar þetta, barnið kemur þegar það vill koma, sem ég tel nú reyndar líklegt að verði 17.júní :o)

Nafnlaus sagði...

Alla hefur rétt fyrir sér.jii minn, alveg að verða komin 6 mán, barnið verður komið áður en við vitum af.....Það er svo hrikalega gaman að kaupa fyrstu flíkurnar....man hvað ég gat skoðað fötin aftur og aftur og ímyndað mér hvernig það yrði að horfa á barnið sitt í þessum flíkum, að sjálfsögðu var það yndislegt....... p.s. sammála með 17 júní......

Íris Sig sagði...

Já ég veit Alla... Þú ert bara svo klár.. ég myndi t.d. aldrei reikna þetta svona... Svo einfalt.. þú klár já :)

Nafnlaus sagði...

Æ takk, þið látið mér líða svo vel með að segja að ég sé klár :o) Og auðviðar eruð þið líka klárar