pregnancy MÍn sKoÐuN

mánudagur, febrúar 5

Hver bað um þennan snjó aftur?? Mér finnst þetta hafa verið alveg nóg sem var um daginn... en Nei fáum aftur snjó svo að Íris þurfi nú örugglega að halda sér í SkafÆfingu!?!? Ekki æfing sem ég kýs.. en Fæ víst engu um það ráðið...

En já ég er búin að skrá mig í eitthvað hópsund... Já ekkert nema hormónaglaðar konur að gera vatnsæfingar... Það verður ábyggilega soldið spes.... Fer tvisvar í viku uppá Reykjalund.. Og mikið vona ég að bakið verði betra.. Ekki gaman að ná svona 4-5 tímum í svefn og þurfa svo að ganga á hitapoka til að klára nóttina.. en Nóg af væli...

Við erum sem sagt búin að fara í 20v sónarinn og fengum að vita kynið.. Þannig að ef þið eruð forvitin megið þið alveg spyrja mig.. því ég má sko segja :) En ég bíð nú eitthvað með að varpa því fram hér.. Klára að segja fjölskyldunni og vinum fyrst :) En Það hreyfði sig ekkert smá í sónarnum sparkaði og sparkaði.. en fann ég eitthvað.. neiiiii auðvitað ekki.. djö.. ég er farin að halda að þetta barn sé þrjóskara en við Gunnar til samans... :) Mér til mikillar gleði var okkur ekkert seinkað eða neitt.. þannig að við höldum okkur við 23 júní... until proofed otherwise :)

En ekki fleirri væmnar fregnir..

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Pant ekki passa ef barnið er þrjóskara en þið til samans hahaha:) En voðalega er þetta allt saman spennandi hjá ykkur og vonandi mun hormónasundið gera þér gott;)

Nafnlaus sagði...

Sælar beibí!
Ji hvað ég hlakka til að sjá þig með stóra bumbu, þú ert sko örugglega BARA sætust!! Ert náttla alltaf sætust en enn sætari með bumbuna...Hafið það nú gott öll sömul og vonandi sé ég þig þegar þú kemur! Nía

Nafnlaus sagði...

ooo en gaman hvert er kynid jiii er ad fara i 20 vikna sonar a manudaginn. love it hlakka svo til.

hummm. held ad jeg ætli ekki ad vita kynid

Nafnlaus sagði...

ooo ja kv hildur

Nafnlaus sagði...

Jiii það var svo gaman að fara í sónar og sjá krílið eða mér fannst það:) vonandi lagast bakið þegar þú byrjar í sundinu. Ég er nú dáldið forvitin af fá að vita kynin? sendu mér bara e-mail, bylgja_dogg@hotmail.com:D
knús frá DK
Bylgja Dögg
p.s. fær maður ekkert að sjá bumbumyndir?

Sveifin... sagði...

Jiiii.... ég bara vissi ekki að þið ættuð von á barni.. innilega til hamingju elsku besta frænka mín.. ég verð nú að hitta ykkur og knúsa í botn.. love

Nafnlaus sagði...

hí hí, ég veit kynið, svaka spennó! takk fyrir kíkkið í fyrradag, kíkjum svo eitthvað út eftir helgi.....

Nafnlaus sagði...

Ji en spennandi :) Man þegar ég var í 20.v sónarnum ég þorði varla að spurja sónarkonuna en gerði það nú samt, mjög spennandi :)

Nafnlaus sagði...

Hæ.. það var náttúrulega bara æðislegt að heyra í þér um daginn. Ég hélt þú myndir springa úr gleði. En ég sprakk einmitt næstum því úr gleði þegar ég sá að þú ert farin að blogga á ný. Ég var alveg búin að gefa þig upp á bátinn.... Halelúja! Kraftaverk útum allt!