pregnancy MÍn sKoÐuN

mánudagur, janúar 29

Jæja 10 dagar frá síðasta bloggi.. soldið langur tími, sérstaklega ef maður lítur til þess að ég ætlaði að vera rosa dugleg...

En ekki er nú mikið að frétta... same old same old.. Vinna sofa vinna sofa.. handbolti og sund..
Ég er sko komin í heavy sund átak þar sem ég er búin að vera að drepast í bakinu sem hlítur að vera afleiðing stækkunar að framanverðu :)
Þannig að ég og Alla erum báðar svoldið bæklaðar.. Samt ekki eins sko.. Hún er náttlega að jafna sig eftir hörku aðgerð.. Og við ætlum að vera öfga duglegar að fara að synda...

Ég er farin að telja niður dagana þangað til að ég kemst heim til Eyja... alveg 17 dagar.. Búin að redda mér fríi á föstudeginum og ætla að mæta í hress í herjólf á fimmtudagskvöldinu en ég bað sérstaklega um að þessi dagur yrði ekki tekinn af sumarfríinu mínu, þar sem ég er að safna orlofsdögum.... :) En ég er sko búin að borga þessa ferð.. ætla ekki að láta hafa af mér 200 kall á kjaft bíl og koju.. Næsta á dagskrá er að borga ferðina í apríl fyrir fyrsta feb svo að ég sjái fyrir þessum ösnum og læt þá ekki hafa þennan 1600 kall af mér!!!

3 ummæli:

Hjördís sagði...

já verst að komast ekki í mótmælin...

Nafnlaus sagði...

What, um hvað eruð þið eiginlega að tala, mótmæla hvaða 1600 kalli, ég er alveg lost

Nafnlaus sagði...

Verst með bakið Íris mín en vonandi syndiru það af þér:)

Nokkuð að gerast í íbúðarmálunum?

bkv.
Lilja Björg