Dísus það er greinilega kominn tími til að blogga, ég hef ekki gert það svo lengi að ég kann ekki lengur að pikka á lyklaborðið, nota bara vísifingurna eins og karlar sem eru að prófa tölvu í fyrsta skipti hehehe ;)
Ég er bara ekki búin að kíkja á netið í marga daga, að undaskildum reglulegum heimsóknum mínum í netbankann minn og kíkja á póstinn sem er nú ekki mjög skemmtilegt skal ég segja ykkur, því ég á engan pening og fæ aldrei pósta nema eitthverja helvítis auglýsingapósta um hvernig ég get stækkað typpi og svo pósta frá helvítis ferðaskrifstofunum um helvítis sólarlandaferðirnar fyrir sumarið 2005, mikið þoli ég ekki fólk sem fer í svolleiðis ferðir.. Oj bara.......
En það er nú alveg góð og gild ástæða fyrir því að ég er ekki búin að blogga. Muniði þegar ég sagði að ég stæði í framhjáhaldi? Væri að halda framhjá Friends með Ally McBeal? Þið verðið þá mjög glöð að heyra það ég og Friends erum tekin saman aftur og höfum ákveðið að láta reyna á sambandið því við erum jú gerð fyrir hvort annað.. Sálarfélagar skal ég segja ykkur. Og þetta hliðarpsor mitt með Ally McBeal hafði ekkert tilfinningalegt gildi fyrir mig. Þegar Friends kom frá Ameríku til mín fyrir 2 vikum höfum við átt mörg heit stefnumót, í sófanum, uppí rúmi, á klósettinu, í baði og á eldhúsborðinu, Friends er nú ekkert alveg að treysta mér, varð frekar sár yfir hliðarsporinu mínu en þetta er allt í mikilli vinnslu hjá mér, ég er að reyna að sanna það að Friends er það eina sem ég vill og ég geri það með því að sinna Friends ekstra mikið, og er komin á 3. seríu núna og á 5 séríur eftir. Þetta gengur hægt en ég er viss um það að mér takist að öðlast traust Friends aftur. Og ef þið sjáið Friends megið þið alveg segja Friends að ég lofa að gera allt sem í mínu valdi stendur til að bæta ráð mitt.....
Píris
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli