pregnancy MÍn sKoÐuN: Bachelorette!!! --Varúð stelpublogg--

miðvikudagur, febrúar 2

Bachelorette!!! --Varúð stelpublogg--

Ég er að horfa á lokaþáttinn af Bachelorette og er "smitten" af gleði.. svo gaman að horfa á hamingjusamt fólk - ástfangið fólk... Þið sem þekkið mig vitið að ég get einfaldlega ekki horft á fólk kyssast.. finnst það bæði óþæginlegt og svo verð ég abbó!! Hef oft verið kölluð bitur... Veit ekki alveg útafhverju.... hhhmmmmm??? ;)
En spurningin er: Er sápukúlan sprungin?? Já vitið ég held það.. Ég sá á netinu í dag að Meridith og Ian eru búin að tilkynna sambandsslitin.. Já og þetta er ekki einhver Séð og Heyrt frétt.. Heldur heyrði ég orðróm.. og fór á abc.com og þar er tilkynningin.. Þau eru sem sagt hætt saman.... Segja að þetta sé sameiginleg ákvörðun, og þeim finnst leiðinlegt að upplifa ekki fullkomna endinn sem þau höfðu séð fyrir sér, og biðja fólk og fjölmiðla að leyfa sér halda áfram án mikilla afskipta.... Ekki það að ég sé eitthvað óánægð.. og ég vona að Matthew hringi í hana og bjóði henni á deit ;) hehe

Engin ummæli: