Risin upp eða sest niður?? Er það ekki spurningin????
Ég trúi því varla að það er meira en mánuður liðin síðan ég bloggaði síðast... Djöfull er tíminn ógeðslega fljótur að líða!!
Og það er sko margt búið að ske og gerast!
Ég hélt Blöðrur, Borðar og Bleikir Kokteilar2 laugardaginn 12. mars, og það var æði, við vorum 11 eða 12 stelpur og aðeins 4 að drekka en það var voða gaman, við 4 kláruðum alla bolluna, og kíktum svo niður í bæ, ég Alla, Erna Björk, Anna Lauga og Erla Björk fórum og Hressó og ég fór nú ekkert meira en það, skemmti mér bara ljómandi vel. Þemað í þetta skiptið var svart/hvítt og það voru nú ekki allar sem mættu í stíl *hóst-Iðunn* en sumar fóru sko alla leið og Lilja Börg fær heiðursverlaun fyrir bestu þema fötin, en hún var sko með skart í stíl líka!!
Ég fór í Ikea um daginn, og komst að því að það er fullt að hlutum sem heita Iris, ég keypti náttlega allt sem ég þurfti að kaupa í þeim stíl, og ákvað að ég ætla alltaf að kaupa allt sem heitir sama nafni og ég!! og það besta er að nýju strætóarnir heita IrisBus og ég fer sko bara uppí svolleiðis strætóa..... Allt í mínu nafni framvegis!!!!!!!! hehehehe
Ég lofa engu í sambandi við bloggin mín og tíman á milli þeirra, ég blogga þegar mig langar... Ég á bara tvær seríur eftir af friends safninu mínu.. þannig að það styttist í að ég hafi lítið að gera hehehehe
En ástarsamband mitt við friends blómstrar þessa dagana og ég og Friends gætum varla verið hamingjusamari :)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli