Það er svo sem fullt að frétta.. En ég man náttlega aldrei eftir neinu þegar ég ætla að skrifa eikkvað hér.. En hér er eitthvað...
Við erum búin að finna okkur íbúð... Og búin að gera eitt tilboð en því var hafnað og ekki einu sinni gert gagntilboð.. Maðurinn er víst voða spes.. En þessi íbúð hentar okkur alveg mega vel og við erum svona að hugsa málið að gera annað tilboð.. Því við viljum helst ekki missa af henni...
En annars er allt fínt hérna megin .. Ég bara stækka og stækka.. Og einn vinur minn kom með brilliant hugmynd (að hans mati)... Ég ætti að klippa puttana af gúmmíhönskum og líma þá á kúluna.. og þá væri ég sko með ekta júgur.. því ér náttlega eins og kú í laginu!! Ég er nú ekki viss um að ég láti verða af þessu.. en EF ég geri það hugsa ég að ég muni pottþétt birta mynd hér... Einmitt....
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
meinaru ekki júgur???
Drífa
hahaha!!! ég var að reyna fatta hvernig þú værir með bjúga á bumbunni. Svo einmitt fattaði ég að þú ættir örugglega við júgur:)
haha jájájá búin að breyta !!!
Aldrei hægt að sleppa kennarasymptominu....
myndir myndir! eða þarf ég að mæta uppí smáralind til að sjá þig svona??
Skrifa ummæli