pregnancy MÍn sKoÐuN

föstudagur, nóvember 24

Jájá.. Ég heyrði vel í þér Hjördís mín... Var nú samt ekkert að nenna að blogga sko...
En svo ég haldi nú áfram að tala um "bestu" snyrtistofu á Íslandi... Þá hringdi þessi Anna ekkert meira í mig! (Átti sko að hringja vikunni á eftir, því hún vildi fá mig einu sinni í viku til sín) Og hún lét náttlega ekkert heyra í sér í 2 vikur... ég á endanum missti nú þolinmæðina (samt ótrúlega þolinmóð að bíða 2 vikur.. finnst mér) og hringdi í Dísu (þar sem ég var nú með númerið) Ég tilkynnti henni hátíðlega að ég væri nú mjög óánægð þess þessa þjónustu .. og Dísa varð að mér fannst soldið reið í símann (ekki útí mig heldur Önnu) og setti mig í hendurnar á stelpu sem heitir Björk sem er að klára meistarann eftir áramótin... Ég sagði henni að Anna hefði verið að bjóða mér eitthvað... En mér fannst það svo asnalegt og ég vildi frekar fá skrifað niður á blað af mér yrði boðið eitthvað og þá gæti ég bara ákveðið mig hvort ég vildi þiggja það...

Ég fer og hitti Björk og hún er með MJÖG flottar augabrúnir sjálf (ég var nefnilega búin að búa til þumalputtareglu.. Ef stelpan sem er að fara að plokka/vaxa þig er með ljótar.. gerir hún ljótar) þannig að ég var mjög glöð.. Hún var algjört æði og sinnti mér mjög vel ... Og sagði að ég væri sko í forgagni hjá þeim og það væri óþarfi að hitt mig einu sinni í viku heldur vildi hún frekar hitta mig aftir eftir 3 vikur, og gaf mér tíma á staðnum. Ég sagði henni að Anna hefði svona ýjað að því að bjóða mér eh.. og Björk fór bara fram og útbjó gjafabréf handa mér... Miklu lamennilegri og var bar miklu betri við mig.. Hún lét mér líða eins og ég skipti máli.. Annað en þessi Anna...
Þannig að ég er orðin sátt við þetta hjá þeim (náttlega fyrir utan að augabrúnin var tekin af mér!!) Já ég gleymi alveg að segja það að Dísa sagði mér að stelpan sem hafði meðhöndlað mig hafði verin látin fara! Og svo sagði Björk mér að það hafði ekki einungis verið mitt tilfelli sem orsakaði það að hún var látin fara!!!

Enívies.. Kannski ég fari svo að blogga um eitthvað annað heldur en augabrúnina á mér....

2 ummæli:

Hjördís sagði...

engar hrakfallasögur ??

annars þekki ég nú Björk ;)

Nafnlaus sagði...

Heyrðu ég fór til þessarar Bjarkar ... var alveg með í maganum en hún var bara æði!!! fer sko alltaf til hennar hér eftir

og já... til hamingju með það Hjödda pönk!!!

hehehe

Kveðja Lauga