pregnancy MÍn sKoÐuN: AugaBrúnir Frá Helvíti !!!

mánudagur, október 23

AugaBrúnir Frá Helvíti !!!

Margur myndi nú ætla að ég hefði nú um eitthvað að blogga eftir síðustu reynslu mína.. Og já ég ætla sko að blogga um það...
Málið er að Gunnar gaf mér gjafakort í voða flott flíkí flíkí andlitsbað í afmælisgjöf í fyrra.. Nema hvað ég fann mér aldrei tíma til að fara .. Svo að ég ákvað að skella mér bara í litun og vax á augabrúnum í staðinn.. Þar sem vinkona mín bar stofunni svo svakalega góð meðmæli.. Ég var nú ekkert sérstaklega heppin með stúlku.. Mér fannst hún sjálf með mjög svo ljótar augabrúnir og ég hugsaði mér að hún gæti eflaust kannski bara gert betur við mig (eða vonaði það).. Ég lýsi því yfir við stúlkuna að ég hafi nú aldrei komið á snyrtisofu í þessum erindargjörðum í Reykjavík fyrr.. Ég fari alltaf á sömu stofu í Eyjum.. Og sagði svo hvernig ég óskaði eftir að hafa brúnirnar... Ég hlít að hafa verið illskiljanleg því ég fór út hundóánægð...
Svo kom að því að ég þurfti að fara aftur.. Og ég var ekki á leiðinni til Eyja þannig að ég pantaði mér aftur tíma á sömu stofu (til að klára þetta gjafakort) og viti menn ég lendi á sömu kellu.. Og hugsaði með mér að ég skyldi nú tala extra hægt og skýrt svo ég yrði nú eins fín og ég vonaðist eftir.. En nei.. Hún hlítur að vera með banana í eyrunum því út fór ég jafn ef ekki meira óánægð en í fyrra skiptið.. Og hringdi strax til Eyja og pantaði mér tíma í lit og vax fyrir jólin.. Mæti 23 des á slaginu 9!!
Svo kom að því að það átti að halda árshátíð í vinnunni hjá mér, og ég panta mér tíma í litun og klippingu á mánudagi (hafði heldur aldrei farið í slíkt í rvk) og í lit og vax á þriðjudegi (þar sem árshátíðin var á laugardeginum) ... Mín mætir í klippingu og fer út HÆST ánægð... Og fannst þetta heldur ekkert hroðalega dýrt.. En svo kom að lit og vaxi.. Ég hafði passað mig á því að fá ekki sömu stelpu og síðustu tvö skipti og taldi mig nokkuð örugga um góðan árangur í þetta skiptið. Ég mæti 10 min og seint.. Þar sem ég tafðist við að kaupa mér bíl (já ég veit að þetta kemur sögunni ekki við .. En þið þekkið mig.. Þær verða alltaf lengri hjá mér)... Stelpan sem býður mig velkomna var með frekar ljótar augabrúnir svona beint mjótt strik.. Og ég hugsa með mér að hún hlítur að vilja þær svona sjálf.. Og hún hlítur að geta mótað mínar betur.. En .........
Ég leggst í stólinn og segi henni kurteisislega að ég hafi nú komið 2svar áður og hafi verið einstaklega óánægð með þær ferðir og segi henni hvernig ég vil hafa brúnirnar... Hún er einstaklega eftirtektasöm og samsamar sig alveg með mér og segir að hún geri nú alltaf eins og kúnninn biður um....... N.B. Vildi ég hafa þær frekar mjórri en breiðari..
Hún segist hafa búið út í London frá því hún var 2ja ára.. Og þá fór um mig eh hrollur.. Vissi að snyrtinámið hér væri líklega lengra og betra?? Veit samt ekki alveg..
Hún ætlar að byrja á því að vaxa þær áður en hún litar.. Og ég stoppa hana af þegar hún er búin að slengja smá vaxi á og spyr hvort eigi ekki að lita fyrst.. hún afsakar sig og segir að það eigi jú að gera.. Svo litar hún og tekur litinn af.. Og hefst handa við að vaxa hægri augabrúnina..
Hún leyfir mér að sjá og mér finnst hún nú hafa tekið fullmikið af henni og segi að hún megi helst ekki taka meira... Hún segist aðeins ætla að laga og og næst þegar ég lyfti speglinum upp hefur hún næstum því fjarlægt ÖLL augabrúnahárin mín!!! Ég horfi lengi í spegilinn og segi að ég vilji ekki að hún klári hina augabrúnina líka!! Því næst stend ég upp klæði mig í .. Hringi í Gunnar með kökkinn í hálsinum að koma og ná í mig ASAP!! Labba fram og segi við stelpuna í afgreiðslunni með tárin í augunum að ég ætli EKKI að borga fyrir þennan tíma og hún segir nú? Og ég lyfti hettunni af hausnum og dreg hárið frá og stelpan horfir á mig og segir já ég skil..Og ég segi með tárin í augunum og grátstafinn í kverkunum að ég sé að fara á árshátíð og laugardaginn og ég geti ekki farið svona!!! Hún tekur niður nafnið mitt og símanúmer og segir að eigandinn muni hringja í mig daginn eftir .. Síðan eru liðnir 4 dagar (ekki með deginum í dag) og enginn hefur hringt ... Ég hef hinsvegar hringt 2svar .. Á föstudaginn .. Og mér var lofað að hún myndi hringja í mig eftir helgi.. Og svo í hádeginu í dag og sömuleiðis var mér lofað að það yrði haft samband... Ef þessi kona sem á þessa blessuðu stofu hefði hringt í mig á fimmtudaginn hefði nú verið hægt að bjarga einhverju fyrir árshátíðina og þetta segi ég náttlega við stelpuna sem ég tala við.. En nei...... Ekkert gert..
Þessi stelpa sem vaxaði mig svo vel sýndi enga tilburði í að móta augabrúnina.. Eins og þær gera svo oft með enda á brusta eða eh... Og Kýlir mig tvisvar þegar hún rífur vaxið af!!! .... Hún setti of mikið vax og byrjaði að þrífa það af með olíu á bómli og olían lekur öll inn í augað á mér!!!!! Þessi stelpa var ekki rassgat faglærð!!!
Sem betur fer hefur Erna yndislega vinkona mín reddað mér algjörlega.. Ég fór til hennar strax sama kvöld og hún plokkaði hina brúnina og litaði svo ofaní disassterið.. Og það hefur hún gert fyrir mig á hverju degi.. Mæti til hennar kl 8 á morgnana og hún gerir mig reddí fyrir vinnu!!
Þið eruð eflaust farin að velta því fyrir ykkur hvaða stofa er svona rosalega professional gagnvart kúnnunum sínum... Og það er sko ástæða fyrir því hvað ég nefni það seint..
Engin önnur en LAUGAR SPA!!!!!!!!!
Ég á enn um 2000 kall af gjafakortinu og ég ætla að reyna að fá það borgað út..... Fer EKKI þangað aftur!!!!!
Ég vona bara að það verði búið að vaxa nógumikið af hárum fyrir jólin. Svo það sé hægt að gera mig fína....

Og hvað lærir maður af þessu???? ALDREI að leyfa neinum plokka/vaxa ef hann er með ljótar augabrúnir!!!

P.s. Dísa í World Class Hringdi í mig í gær....

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá þetta er náttúrulega bara eitthvað til að gráta yfir!!! En þú varst æðislega fín á laugardaginn á árshátíðinni og takk fyrir síðast. Þetta var æðisleg árshátíð;)

Nafnlaus sagði...

Hvað sagði Dísa ??