Ok... veit vel að maður byrjar ekki setningu á OK.. en það var bara eitthvað svo hentugt núna!!
Miðað við hvað ég er búin að vera buzy er alveg eins og ég sé búin að vera í prófum, bara fínt svo sem, því á meðan vinir mínir hafa ekki tíma fyrir mig vegna skóla anna, hef ég hvort eð er ekkert tíma fyrir þá.. hehe... það er bara svo mikil geðveiki í vinnunni að ég bara get ekki lagt meira á fingurnar á mér eftir alla innpökkunargeðveikina sem hrjáir fólk nú til dags... Það er svo langt síðan ég bloggaði að ég þurfti að signa mig inn aftur!! það hefur held ég aldrei gerst hjá mér.. En ef til eru einhverjar bloggreglur.. þá væri ég alveg til í að heyra/sjá þær.. Hvet hvern þann sem er þarna úti að henda þeim inn á síðuna sína *hóst Fía*
ohh það er bara vika þangað til ég verð komin heim í heiðardalinn, get hreinlega ekki beðið eftir að komast heim, held að ég sé bara með heimþrá, svei mér þá :)
Ég er bara búin að kaupa eina jólagjöf..... á 4 eftir! Nema ég sé að telja vitlaust.. ehld ég gefi bara fimm, kannski sex með barnagjöfunum.. en veit ekki... Á frí á sunnudaginn og þá verður sjoppað þangað til maður droppar ;)
Gat keypt gallabuxur, 2bolir, og 2peysur og látið stytta buxurnar á 9900!!! Allir í Zöru...
Hey gleymi ég bara aðalfréttinnni!!!!!!!!!! Ég og Hafdís erum komnar með íbúð!!!!!! Fengum íbúð í Engihjallanum 3ja herb á 75þús... Og við flytjum eftir áramót/mánaðarmót!!! Ég er bara að deyja ég hlakka svo til, loxins get ég lokað inní svefnó, og labbað inn í eldhús útúr stofunni... hehehe
Og ég er ekkert búin að vera veik í allan vetur, svo glöð, ekki einusinni kvef.. Varð síðast veik í apríl 2003!! farin að halda að ég sé frá Krypton..Eða hvaðan þar sem Superman er???
Fór í Smára(dauðu-)lindina um daginn með Jónu vinkonu og Ester, og við ætluðum að sýna Ester jólahúsin á fyrstu hæðinni, og svo þegar hún sá fígúrurnar hreyfa sig þá varð hún lítið brjáluð!!! Aldrei séð svona lítið barn svona hrætt við eikkvað!!! Og við prófum 2svar í viðbót.. bara til að tjekka og hún varð alltaf hrædd!! Ekki það að við séum eikkvað vondar.. að reyna að græta barnið, en hún var bara svo krúttleg þegar hún fór að gráta ... :)
Vá skrítið blogg.. en allvegana bloggaði ;)
p.s. ef þið hafið einhverjar hugmyndir um könnun, endilega komið henni á framfræri í comments
Caio
Tanto baci
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli