Núna eru bara 3 dagar þangað til ég fer til Eyja! Ég fer sem sagt á Þorláksmessu með fyrri ferð, og mér svona datt hug fyrst að veraldarvefurinn er svona sniðugur og ég með svona sniðuga bloggsíðu þar sem ég get skrifað það sem mig langar og allir geta séð að það væri kannski einhver þarna úti sem er að fara til Eyja á sama tíma og ég og vildi leyfa mér að vera samferða, svo ég þurfi ekki að fara með rútunni?? Þannig að ef þú ert að fara á bíl til Þorlákshöfn til að fara til Vestmanneyja með Herjólfi í fyrri ferð fimmtudaginn 23 desember a.k.a Þorláksmessu, má ég þá vera samferða?? Ég kann sko fullt af skemmtilegum ferðaleikjum og söngvum......
Endilega láttu mig vita með að skrifa í commentin eða hringdu í gemsann minn 849-6938
Kveðja Píris
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli