pregnancy MÍn sKoÐuN

þriðjudagur, júní 12

Okei... Ég veit alveg næstum mánuður síðan ég skrifaði eitthvað hér.. En ég er náttlega ekki búin að vera í netsambandi undanfarið en sem betur fer er það breytt þar sem við erum loksins flutt í Reyrengið og komin með netið.. Planið er að skila íbúðinni í árbænum í kvöld og svo er bara babytime sem fyrst hehe...
En ég veit ekki hversu mikið ég á eftir að skrifa hér þar sem ég er búin að útbúa barnalandssíðu fyrir pæjuna og þar verða líklega skrifaðar eða allavegana settar inn myndir reglulega eftir að hún lætur sjá sig :) en þar er slóðin : http://gunnarsdottir.barnaland.is/ En það er líka linkur til vinstri á þessari síðu :)

föstudagur, maí 25

Ég veit að ég hef nú ekki vera manna duglegust í bloggheiminum .. Og nú á ég eftir að vera enn óduglegri þar sem við erum ekki flutt og ég er enn ekki með tengingu heima í Árbænum.. Og þar sem dagurinn í dag er síðasti dagurinn minn í vinnu og get þess vegna ekki misnotað aðstöðu mína hér lengur...

Adios .. Í bili.. Og munum aðeins 4 vikur í prinsessuna :)

sunnudagur, apríl 22

Mikið er gaman að finna sumarið koma svona smátt og smátt... Smáfuglarnir kvaka við raust eins og segir í kvæðinu og hitinn fer ört hækkandi öllum til mikillar gleði.. Eða hvað????? Allavegana finn ég ekki til mikillar gleði þegar ég er á suðupunkti og get ekki einusinni farið út til að kæla mig!!! Óþolandi að vera svona heitt.. Svo er maður kominn með eikkvað helvítis kvef.. og ekki get ég klætt mig betur.. því ég er alltaf að kafna.. En það eru bara 9 vikur eftir og við teljum sko niður... og það er allt að gerast.. Búin að redda flest öllu fyrir aðalpæjuna, vaggan komin (reyndar bara innpökkuð í geymslu), bílstóllinn, vagninn á leiðinni.. Og Gunnar búinn að tæma H&M af fötum ... heheh Hann er að koma heim í kvöld og ég ætla sko að vaka og skoða allt.. get ekki beðið :) Fínt að senda bara kallinn með lista (held reyndar að hann hafi farið svolítið út fyrir hann hahaha) og láta hann versla allt hehehe...

föstudagur, apríl 13

Ný síða

Já haldiði að ég sé ekki orðin svona ljómandi fín húsmóðir og búin að búa til barnalandssíðu handa frumburðinum.. Bara dekruð :) hahahah
En hún er svona soldið hrá.. þar sem ég er ekki með neinar myndir í tölvunni hans Gunnars og mín er í RVK þar sem engin tenging er.. Þannig að þetta verður að duga í bili... Linkur er á hana undir litla fólkið :)

miðvikudagur, apríl 4

Mér þykir nú ekki leiðinlegt að sjá að linkurinn sem ég setti inn í síðustu færslu er dottin út.. Loksins... búin að bíða soldið eftir því.. Þannig að íbúðin OKKAR er lokSins alveg farin af netinu.... híhíhí

Svo er það bara bústaður með famelíunni í kvöld og yfir alla páskana... Get ekki beðið eftir að fá páskaegg...... mmmmmmmm

föstudagur, mars 23

Það er svo sem fullt að frétta.. En ég man náttlega aldrei eftir neinu þegar ég ætla að skrifa eikkvað hér.. En hér er eitthvað...
Við erum búin að finna okkur íbúð... Og búin að gera eitt tilboð en því var hafnað og ekki einu sinni gert gagntilboð.. Maðurinn er víst voða spes.. En þessi íbúð hentar okkur alveg mega vel og við erum svona að hugsa málið að gera annað tilboð.. Því við viljum helst ekki missa af henni...

En annars er allt fínt hérna megin .. Ég bara stækka og stækka.. Og einn vinur minn kom með brilliant hugmynd (að hans mati)... Ég ætti að klippa puttana af gúmmíhönskum og líma þá á kúluna.. og þá væri ég sko með ekta júgur.. því ér náttlega eins og kú í laginu!! Ég er nú ekki viss um að ég láti verða af þessu.. en EF ég geri það hugsa ég að ég muni pottþétt birta mynd hér... Einmitt....