pregnancy MÍn sKoÐuN

sunnudagur, apríl 22

Mikið er gaman að finna sumarið koma svona smátt og smátt... Smáfuglarnir kvaka við raust eins og segir í kvæðinu og hitinn fer ört hækkandi öllum til mikillar gleði.. Eða hvað????? Allavegana finn ég ekki til mikillar gleði þegar ég er á suðupunkti og get ekki einusinni farið út til að kæla mig!!! Óþolandi að vera svona heitt.. Svo er maður kominn með eikkvað helvítis kvef.. og ekki get ég klætt mig betur.. því ég er alltaf að kafna.. En það eru bara 9 vikur eftir og við teljum sko niður... og það er allt að gerast.. Búin að redda flest öllu fyrir aðalpæjuna, vaggan komin (reyndar bara innpökkuð í geymslu), bílstóllinn, vagninn á leiðinni.. Og Gunnar búinn að tæma H&M af fötum ... heheh Hann er að koma heim í kvöld og ég ætla sko að vaka og skoða allt.. get ekki beðið :) Fínt að senda bara kallinn með lista (held reyndar að hann hafi farið svolítið út fyrir hann hahaha) og láta hann versla allt hehehe...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæhæ
Vá hvað tíminn líður hratt( á gervihnattaöld). En allavega gott að allt er að verða reddý fyrir the princess:) Þetta er svo skemmtilegt;) Gangi þér vel á lokasprettinum Íris mín. Voðalega ertu sniðug að senda kallinn í HM, svo gaman að versla þar:D
knús frá DK
Bylgja Dögg