Jæja nú erum við komin heim frá henni Búlgaríu þar sem við eyddum 2 vikum á Sunny Beach. Þetta er náttlega einn sá flottasti staður sem við höfum komið til, gerðum alveg ótrúlega mikið, fórum í 3 ferðir á vegum Apollo. Í Siglingu á Svartahafinu heilan dag sem var alveg meiriháttar, kvöldstund í Eirketsh sem er þorp í Balkanfjöllunum þar sem við fengum nasaþefinn af gömlu Búlgaríu og 2 daga ferð til Istanbul í Tyrklandi þar sem við skoðuðum M.a. Bláu moskuna, Agya Sofia og margt fleirra, alveg geðveik ferð.. Ef ekki hefði verið fyrir mjög mikið fyllerí kvöldið fyrir Istanbul ferðina þá hefði 7 tíma rútuferð verið ansi erfið, en við fórum bara ekkert að sofa og mættum eiturhress beint í rútuna af karókíbarnum með litlu stoppi uppá herbergi þar sem náð var í helstu nauðsynjar eins og vegabréf visakort og tannbursta (lítið annað) þannig að við sváfum flest mjög vel í rútunni (öll nema Gunnar greyið sem hefur ekki upplifað verri rútuferð EVER). Mælum samt ekki með því að fara beint af húrrandi fyllerí í 7 tíma rútuferð, ég vissi eiginlega ekki hvort ég væri full eða þunn þegar ég vaknaði á landamærum.. Og svo vorum við peningalaus og þar með vatnslaus í 6 kltm í 45 stiga hita og ÞAÐ var erfitt. Það gleymdist að segja fólki að það væri hægt að kaupa tyrkneskar lírur á landamærunum og það var ekki farið í hraðbanka fyrr en í lok skoðunarferðarinnar fyrri daginn. Við vorum orðin ansi þurr í kroppnum þegar við loksins fengum vatn. En fyrir utan þetta þá var ferðin hreint út sagt æði!!
Og hótelið sem við vorum á var náttlega hrein snilld, við fengum svona blá armbönd og þegar maður er með svona fín armbönd þá gat maður bara labbað á barina á hótelinu beðið um bjór eða það sem maður vildi (svo lengi sem það var ekki átappað) og labbað með það í burtu án þess að borga :) Og það sama gengdi um morgun- hádegis- og kvöldmat, litlu pizzeríuna við sundlaugina og ísbúðina :) Þetta var algört æði, þvílíkt þægilegt að þurfa ekki að hugsa um að vera með pening á sér til að versla eh að drekka við sundlaugina :) Fyrir þetta borguðum við nú ekki mikið... aðeins 143 þús fyrir okkur 2 .....
Og það er náttlega fáranlega ódýrt að lifa þarna við vorum að borga svona 2000 kall fyrir okkur tvö og vín og bjór og forrétt og aðalrétt út að borða... Bara rugl sko...
Svo var náttlega farið í Vatnsrennibrautargarð og án efa var Alla mesta hetjan þar og fór í held ég bara allar brautirnar.. En meira að segja ég fór í þó nokkrar... Mín er nebblega vön að liggja bara í sólbaði og passa eigur hinna sem með eru í för. Svo voru líka leigð JetSki á ströndinni og Alla fór meira að segja aftan á hjá Inga sínum.. En ég þorði nú ekki aftan á hjá Gunnari fyrir mitt litla líf.. Leið bara ágætlega vel í flæðaborðinu að taka myndir og video af þeim :) En eitt gerði ég þó sem hin gerði ekki og það var að fara í fallhlíf sem er dregin áfram af spíttbát og það var GEÐVEIKT!!!!! Svo förum við Alla saman í svona teygju sem er sleppt uppí loftið og það var líka geðveikt gaman.. Þannig að það er alveg sannað hverjar hetjurnar voru í þessu ferðalagi :)
Svo var náttlega farið á nokkur fyllerí og þau voru vægast sagt frábær.. Vourm kannski að eyða svona 15þús kalli sem hefði kostað okkur svona 80 þús heima... Allstaðar Happy Hour og vín kostar náttlega bara slikk þarna... Hittum Erlu Margréti vinkonu Nönnu vinkonu og Loga manninn hennar í Istanbul og skipulögðum náttlega ferð útá lífið með þeim áður en þau færu, og við hrundum í það á mánudagskvöldið og aumingja Erla og Logi áttu flug heim á þriðjudeginum..... Var ekkert sérstaklega að öfunda þau af því að fara ...
heheh
En annars OVERALL var frábært og við hefðum ekki getað fengið betri ferðafélaga en Öllu og Inga .. Frábær ferð sem verður vonandi endurtekin eftir nokkur ár :)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
8 ummæli:
Hehe fyndið, mér fannst ég vera að lesa um Mallorca ferðina mína hérna hehe.. Þetta er svo gaman :)
Ætlið þið ekki að koma með einhverjar myndir? :)
Gott blogg.. og góð ferð hjá ykkur.. veit ekki hvar ég myndi enda ef ég hefði svona frían bar tsss
kv Brynja bankakona
geggjad !! hlakkar ekkert sma til ad fara ut thegar eg les svona ferdasøgur !!!
kv sisi
OH mig langar til útlanda.... en samt ekki að sleppa þjóðhátíð !
æji hvað var gaman hjá ykkur :D Búlgaría er pottþétt næsti staður sem ég heimsæki!!
Það er nóg pláss á gólfinu hjá okkur andra fyrir dýnu og svefnpoka ef þið hjónin viljið heimsækja okkur :) Þetta er æðislegur staður og sambúðin gengur frábærlega!
Því miður koma líklegast engar myndir því við höfum ekki net heima..
Þessi fríi bara var náttlega alveg snilld.. enda höfum við þurft að drekka okkur niður :) hehe
Og Begga mín þetta verður pottþétt skoðað.. Langat mega mikið að koma .. :)
Frábært að sjá hvað hefur verið gaman hjá ykkur...ekki slæmt að vera með svona armband..algjör snilld:) Leiðinlegt að hafa ekki náða að hitta þig heima í sumar Íris mín en það er ekki langt í að ég komi aftur og reynum að hittast þá:)
Húrra!
Skrifa ummæli