Er ekki kominn tími á smá confession?
Soldið langt síðan ég hef tjáð mig en þetta verður nú engin sprengja... Hef nú kannski ekki frá svo miklu að segja! En eitt er víst og það er að Todbomile er að mínu mati geðveikasta og flottasta hljómsveit sem ég hef farið á ball með!! Og það furðulegasta er að ég dansaði eiginlega ekkert.. Var bara á spjallinu og röltinu.. Ógeðslega gaman... Svo hitti ég líka fullt af fólki sem er langt síðan ég hef hitt.. Eins og hana Soffíu frænku.. Ég var einmitt að skoða albúmin frá því ég og syskinin mín voru lítil og það eru einmitt mjög margar yndislegar myndir af mér, Soffíu og Svövu.. Og þá dettur mér auðvitað eitt í hug... Pæliði í því að einu sinni voru ekki til myndavélar og fólk gat ekki flett uppí minningunum með því að skoða albúmin!! Mikið erum við heppin..
En nú er náttlega HM á fullu og ég er náttlega með allt á hreinu... Það er tippleikur í vinnunni og ég hef í rauninni verið ágætlega sannspá.. En helvítis Saudarnir fóru með mig.. Gerðu jafntefli þegar þeir voru yfir eftir venjulegan leiktíma!!
En nóg um það...
Nú styttist líka óðum í Búlgaríu ferðina og við erum satt að segja orðin virkilega spennt, höfum bara heyrt góða hluti um staðinn frá þeim sem við þekkjum nema einni manneskju en það er kannski ekki alveg að marka hana því hún var úti með Versló..
Stelpa sem vinnur með Gunnari fattaði ekki að skipta 20 LEVU seðli áður en hún fór heim og sat uppi með hann hér þar sem íslenskir bankar selja ekki LEVUR, og gaf Gunnari seðilinn og sagði að þetta ætti að duga fyrir einum bjórkassa!! Og Nóta Bene 20 LEVUR eru um 800 kall!!!!!!
Þannig að við bíðum spennt eftir að fara út aðeins 40 dagar þangað til :)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Það var svo gaman að hitta ykkur skötuhjú, þið eruð bara æði :)
Takk fyrir síðast... Leitt að hafa svo sofið þig af mér :)
ZzZzZz...
Skrifa ummæli