pregnancy MÍn sKoÐuN: Hippa Hippa

miðvikudagur, maí 3

Hippa Hippa

Jæja þá er maður komin aftur í rykið og mengunina í borginni eftir að hafa dregið andann í fersku sjávarlofti Eyjanna :)
Við fórum að sjálfsögðu á hippaballið þó að ég hafi nú ekkert verið neitt sérstaklega spennt fyrir því. Fórum í eitt skemmtilegasta fyrirpartý sem ég hef lennt í. Hjá henni Ölmu frænku minni sem er orðin dugnaðarforkur í Leikfélaginu... Nema hvað hún og maðurinn hennar eiga litla krúttlega húsið á Flötum og þau girtu yfir garðinn með plasti... Bara sniðugt svo að það var hægt að halda garðpartý og engin fann fyrir neinum dropum sem að duttu.. og þeir voru nú eiginlega engnir, og þau voru með tvo gashitara þannig ef alkohólið klikkaði þá tók gasið við að hita manni :) Við fengum heimsókn frá hippabandinu sjálfu og það var alveg æðislegt. Og þau sannfærðu mig um það að ég ætti að fara á ballið sem og ég gerði sem var algjör snilld, svo rosalega gaman og maður þekkti náttlega ekki helminginn af fólkinu þar sem flestir voru í geðveikum gervum.. Gunnar var með ógeðslega flotta afró hárkollu.. bara flottur :)
Svo fæddist lítill frændi á sunnudaginn 30 apríl hann Andri og Charlotta eignuðust lítinn dreng. Ég gat því miður ekki fengið að sjá hann þar sem ég fékk svona skemmtilega kvefpest og vildi ekki fara á spítalann... En mamma sagði að hann væri algjört æði með dökkt hár og voða mannalegur :) Enda ekki skrítið kominn af svona fallegu fólki eins og fjölskyldunni minni :) hehe

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ skvís, gaman að þú skulir vera farin að blogga aftur:) En þetta með að fara á leikinn í kvöld... langar en kemst ekki þar sem ég er að fara í massa próf á morgunn:(
bkv.
Lilja

Nafnlaus sagði...

hæ elskan mín;) heyrðu.. hvað er málið með myndirnar sem þú ert með þarna neðst til hægri, linkinn sko.. þetta eru sko ekki myndir frá þér :/ var orðin verulega spennt að skoða..svo brustu allat mínar vonir á sekúntubroti

Íris Sig sagði...

hehheheheeee ég vissi ekkert um það.. það voru einu sinni myndir frá mér þarna!! hehehe HVa trúir þú ekki að ég hafi farið á músíktilraunir??

Nafnlaus sagði...

haha einmitt!!