sunnudagur, júní 5
Hildur Vala...Útgáfutónlekar....Pifff
Ég er nýkomin heim af útgáfutónleikunum hjá Hildi Völu... Sem er sko alveg frásögum færandi. Tónleikarnir byrjuðu tæplega hálftíma of seint og það var einhver strákur sem "hitaði" upp fyrir hana og hann var nú ekki uppá marga fiska, hann söng reyndar alveg ágætlega en lögin sem hann valdi voru hræðileg. Það fyrsta var um konu sem drap dóttur sína, það næsta var um dauðann... En á góðan hátt og svo tilkynnti hann okkur að næsta lag yrði að vera það síðasta hjá honum þar sem hann væri komin með fuglaflensuna eða hermannaveikina og söng svo hallelúja... Og það var svo hátt stilltur hjá honum mikrafónninn að það var hreint óþolandi að hlusta á hann.. Svo kynnti hann Hildi Völu inn og maður þurfti að bíða heillengi eftir að hún myndi koma fram. Hún söng náttlega eins og engill en það var framkoman hennar á milli laga sem ég var ekkert hrifin af. Hún hefði þurft að gera andrúmsloftið mun léttara og þægilegra en að mínu mati tókst henni það ekki. En engu að síður var magnað að heyra hana syngja live með bandi og hún stóð sig mjög vel. Það var strákurinn sem heitir að ég held Helgi Valur sem auglýsti nýútkomna plötu sína og drap Moodið í salnum sem klúðraði hlutunum, því þegar hann var búinn syngja var maður ekki beint í glöðu skapi.... Og mér fannst einfaldlega ekki við hæfi að þessi strákur myndi auglýsa sig á útgáfutónlekunum hjá henni... Þetta eru hennar útgáfutónlekar en ekki hans.. Haltu bara þína eigins.....
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli