Ég er eins og svo margir aðrir, föst yfir hinum ýmsu þáttum í sjónvarpinu.. Eða aðallega á Skjá Einum. Og mér finnst raunveruleikaþættir æði, en það sem er mér oftast að falli er það að einhvernveginn kemst ég svo oft að því hver vinnur áður en þátturinn er sýndur, sem er ekki mjög skemmtilegt fyrir stelpurnar sem horfa á þættina með mér því ég á það til að tala af mér... Algerlega óvart. Eins og með ANTM.. Ég vissi að Eva myndi vinna svona mánuði áður og þar með var mér bannað að tala yfir allann þáttinn... Vitiði hvað það er erfitt fyrir mig að þegja í heilann klukkutíma??? MJÖG ERFITT!!!
En ég heyrði frekar góða sögu í kvöld um strák sem var að vinna með stelpu sem var húkt á svona raunveruleikaþáttum og hann eksjúallí leitaði uppi vinningshafana á netinu og sagði svo frá þeim í kommentunum á bloggsíðunni hjá henni og kallaði yfir hóp af 20 krökkum á vinnustaðnum að Ruben hefði unnið Idolið!!! Þetta er bara Mean!!! Ég meina hver gerir svolleiðis.... Ég yrði geðveik... Og eftir að hafa heyrt þessa sögu ákvað ég að ég myndi aldrei aftur koma mér í þannig aðstöðu að komast óvart að því hver vinnur !!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli