En vitiði að það er til eitthvað sem heitir ókynhneigð??? Ég las það í Nýju Lífi, þar sem Birgitta Haukdal er framaná, og þetta er víst eins og samkynhneigð, gagnkynhneigð og tvíkynhneigð og þar er víst líka ókynhneigð eða "asexuality" Og það er sagt að þar sem miðja skalans er samkynhneigð, gagnkynhneigð og tvíkynhneigð, og við annan endan eru þeir sem eru með kynhvötina alltaf í hámarki, og við köllum þá kynlífsfíkla. En við hinn endann vilja þeir meina að ókynhneigðin sé. Og þetta er fólk sem hefur ekki áhuga á kynlífi. Ég veit að núna viljið þið túlka sem svo að nunnur séu þá ókynhneigðar, en það er hinn mesti misskilningur:
"Sumir velja til dæmis að vera skírlífir af trúarlegum ástæðum - kaþólskir prestar, nunnur og munkar. Einhverjir jógar sleppa líka kynlífi til að geta beint allri orku sinni í andlegar iðkanir. Lyfjataka og sjúkdómar koma í veg fyrir að sumt fólk geti notið ásta"
"Ekkert af þessu flokkast þó sem ókynhneigð. Hún snýst ekki um að geta ekki, vilja ekki, heldur að langa ekki. Aldrei! Samt eru ókynhneigðir alls ekki með kynlífsfælni. Þeim finnst kynlíf hvorki syndsamlegt né ógeðslegt og er alveg sama þótt aðrir stundi það daginn út og daginn inn. Þeir eru bara fullkomlega áhugalausir um þennan þátt mannlegrar tilveru þótt hann sé gífurlega mikilvægur fyrir flesta aðra"
Þar er líka sagt að þar sem þetta fólk geti jú hugsað sér að eignast börn, en velji þá frekar tæknifrjóvgun heldur en að geta það með "eðlilegum" hætti!!
Sko ég segi nú bara allt er nú til!!!
Þeir segjast hafa mikla þörf fyrir ást, snertingu og hlýju, en vilja bara ekkert sem fer fram fyrir neðan mitti.. já maður spyr sig????? Ég gæti aldrei lifað án kynlífs.. og ef ég væri veik eða eitthvað þá yrði kynlíf pottþétt á topp 10 listanum mínum yfir það sem ég myndi sakna mest en geta ekki gert!! Hvað finnst ykkur... ???
Engin ummæli:
Skrifa ummæli