Vigdís Sig hringdi í mig í dag og spurði hvort mig langaði að gera mig að fífli með sér.... Og ég var ekki alveg að fatta hana, svo spyr hún mig hvort mig langi ekki að taka skóna fram úr hillunni og spila með ÍBV í kvöld.. Ég spyr hvort leikurinn er í Eyjum (ætlaði að komast hjá þessu auðveldlega) og hún alveg Nei.. Ég: Ó.. Ok ekkert mál ég skal alveg gera mig að fífli... hehe
Þetta fór nú aldeilis vel... Unnum FH 37-29 og Vigdís varði allavega 15 bolta stóð sig eins og besta hetja.. hún er náttlega ógesslega góð !! Ég fékk meira að segja að fara aðeins inná.. Spilaði síðustu 5 eða eitthvað þannig... fékk reyndar bara 2 skot á mig og báðir fóru inn... Hefði nú alveg viljað taka eins og einn bolta, ég komst meira að segja í gegnum upphitunina (fyrir utan síðasta sprettinn, þá var mín orðin ansi þreytt híhí) En þetta var ógeðslega gaman... Og núna er ég alveg orðin veik mig langar svo að æfa :) Spurning um að koma sér inn hjá einhverju liði sem í í 2. deildinni...
Ég verð nú samt að segja að mér fannst mjög asnalegt að Alfreð (þjálfarinn) þurfti að tala ensku inní klefa og Eyjastelpurnar voru í minnihluta... og samt vorum við Vigdís báðar... Aðeins 4 úr eyjum voru í hópnum (fyrir utan okkur) ... En svona lagað gerist þegar íslenskir leikmenn fást ekki til að flytja til Eyja.... Pælið í því !! Það er greinilega álitið hræðilegt að vera útí Eyjum... Ég væri alveg til í að flytja þangað og fá fría íbúð og borgað fyrir að spila handbolta :)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli