Ójá... Ég held að ég sé búin að finna uppháhaldsþættina mína. Já ég veit að ég er að halda framhjá Friends... En ég er búin að vera að taka eina og eina spólu með Ally á leigu, og mér finnst þeir frábærir, ég get setið ein og horft á eina spólu og hlegið eins og vitleysingur án þess að horfa í kringum mig og hugsa að það sé hálvitalegt að hlægja ein yfir vídeói!! Ég elska alla karektarna í þáttunum sérstaklega Ally og John... Mér verður alltaf hugsað til Öllu vinkonu þegar Kexið (a.k.a John) flautar með nefinu og þá hlæ ég enn meira. Ally minnir mig á mig og það hræðir mig meira en hitt.. En engu að síður er hún æði, sérstaklega þegar hún sparkar í barnið!! heheheheh Omg... Ég er hætt með Friends!!!! Ég trúi því varla.. og ég á eftir að vera á ástarsorg í langann tíma, en kannsi vilja þeir hitta mig og eiga bónus night með mér þegar hjartað hefur náð að jafna sig ... Og þá hefst allt ferlið aftur og svo byrjum við saman og svo held ég fram hjá með Ally McBeal og svo bónus night með Friends... o.s.frv. .... Og að mínu mati er þetta alveg að virka fyrir mig :)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli