Ég hef lokið mínu fyrsta jólaglöggi. Það var nú reyndar ekki boðið uppá alvörunni jólaglögg en við fengum malt-appelsín og hvítvín, ekki slæmt það. Við bjuggum til karamellu konfekt.. Og ég gerði meira að segja líka!!! Öfga dugleg, kom heim með fullt af karamellum og svo voru súkkulaði karamellurnar ekki alveg tilbúnar, þannig að ég hef afsökun til að fara aftur til að ná í þær!! Þetta var æðislega gaman og ég hvet allar vinkonur þarna úti til að gera þetta, bara jólalög og næsheit og ilmurinn úr eldhúsinu er svo lokkandi hehe ;)
Við hittumst stelpurnar úr vinnunni heima hjá einni, og vorum með eins og áður sagði konfekt gerð og svo voru pakkaskipti, hámark var 1000kr, ég keypti í Lush, svona gjafapakka sem innihélt baðbombu (hmmm) og sápu! Bleikt offcourse og með vanillu í!! Ég fékk eyrnalokka og G-streng.. geggjað flottan, svona beibí grænan með bleikri blúndu efst og svo fiðrildi ofarlega til hægri og með pallíettum!!! Geggjað flott !!! Ég var eina single stelpan á svæðinu og auðvitað hitti ég á réttann pakka..... Núna þarf ég bara að sýna einhverju hönk hann!! Hafiði einhvern í huga??? ;)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli