pregnancy MÍn sKoÐuN: Eyjar Here I Come

fimmtudagur, desember 23

Eyjar Here I Come

Klukkan er 03:00 og ér er búin að næstum öllu, er búin að pakka niður (snyrtitaskan fer niður í fyrramálið) þarf að taka 2 töskur vegna fyrirferðamikilla gjafa frá mér og öðrum sem ég er að taka með til Eyja, búin að skrifa öll jólakort, koma pökkunum til Hönnu frá mér og svo kemur Jóna María í fyrramálið og skiptir á pökkum við mig. Ég á bara eftir að vaska upp 2 diska og 2 glös og svo get ég lagst í bælið.
Í fyrramálið kemur Hrefna (systir Iðunnar vinkonu) að ná í mig, hún er svo sæt í sér að bjóða mér far til Þorlákshafnar, þá þarf ég ekki að taka rútuna, sem kostar bæ ðe vei 950 kell! Orðin þokkalega dýr!!!!
Svo kem ég til Eyja kl14:45 að staðartíma og fer beint í klippingu kl 15:00!! Rosa var ég glöð að fá tíma ... Hringdi frekar seint og Mæja gat tekið á móti mér.. Æðislega glöð með það. Svo er Gyða vinkona búin að lita mig og plokka, þannig að ég verð ready til að vera sæt á jólamyndunum um 17:00 á morgun.
Býst svo sem ekki við að blogga útí Eyjum þar sem foreldrar mínir sjá ekki tilefni til að fá sér háhraða tengingu og ég nenni ekki að vera í tölvunni þar.. Tekur heila eilífð að opna eina síðu....
Þannig að elskurnar mínar hér með segi ég:
Gleðileg Jól og Farsælt komandi ár, takk fyrir allt liðið. Fariði varlega í bombunum og étiði á ykkur gat, til þess eru jú jólin. Sjáumst hress á djamminu í Eyjum, eða bara eftir áramót í bænum.
Love you all
Ciao e tanto baci a tutti
Buon Natale
Píris

Engin ummæli: