pregnancy MÍn sKoÐuN: Sunnudagur til Sælu !?!?

sunnudagur, nóvember 28

Sunnudagur til Sælu !?!?

Ohh hvað það er yndislegt að eiga frí... NOT!!! Það er sko ekkert yndislegt þegar maður hefur ekkert að gera, kíkti uppí smáralind til að opna búðina og hitti Jónu Maríu og Ester og svo kom ég heim og er búin að vera að taka til !! Mér leiðist það mikið!!! En Jólin eru sko alveg að koma, ég er búin að setja Grinch á stofuborðið og seríu á skápin.. Á því miður ekki meira skraut... Átti einusinni aðventuljós en ekki lengur....

Sko ég er að bilast í þessari íbúð sem ég er í.. í gærkvöldi var greinilega partý, ég kom heim um 0.30 og fannst það alveg í lægi að það væri smá tónlist.. En svo var hún ekkert að stoppa og ég leit síðast á klukkuna um 3.00 og ennþá brjáluð tónlist!! Og það er ekki eins og ég geti farið og kvartað, þar sem ég þyrfti þá að fara út úr minni druslu íbúð, út í kuldann og inn í fjölbýlið við hliðina á mér og svo að giska á hver er með læti, ég bara skil ekki hvernig hinir íbúarnir í hans stigagangi hafi ekki gert eitthvað.. Ég var alveg að pæla í að hringja bara á lögguna.... Er það kannski svoldið róttækt??
Þetta er samt ekkert eina.. þetta er nebblega stúdíó og mig langar í alvöru íbúð, með lokuðu svefnherbergi og svolleiðis eða allavegana eitthvað sem er hólfaðra en þetta..
Þannig að ef einhver þarna úti veit um sæta íbúð eða vantar meðleigjanda þá er ég geim í næstum hvað sem er ;)

Engin ummæli: