pregnancy MÍn sKoÐuN: Snjór Smjór 2

þriðjudagur, nóvember 16

Snjór Smjór 2

Snjór Smjór!!

Ha ha núna haldið þið sem lesið þetta að ég sé að fara að kúka á snjóinn.. En svo er nú ekki :) Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að ákveðinn snjór sé góður, t.d. þessi sem er núna úti. Þessi þykki, fíni, fallegi snjókarlasnjór. Þessi sem gerir umhverfið virkilega fallegt og jólalegt :) En svo þegar bévítans rigningin kemur ofan í snjóinn þá fyrst verður hann óþolandi, leiðinlegur og ljótur !! Vonum bara að rigningin láti ekki sjá sig á næstunni ;)

Þegar ég var búin í vinnunni í dag (var í dauðulind) og kom útá bílaplanið og sá bílinn grafinn í snjó var ég ekkert voðalega ánægð, en svo setti ég hann í gang og ákvað að láta vinnukonurnar um að taka af framrúðunni, (jú tilhvers eru þær?) því mér fannst snjórinn svo fínn og léttur en þær komust ekki upp 1/4 af rúðunni!! Og engin smá þykkt ég get svarið það, rúðan var öll þakin með 15cm af sjó ....
hehe vinnukonur ná honum ekki upp!!!

P.s. ég vil taka það fram að mér líkar við þessa gerð af snjó svo lengi sem það er logn ;)

Æris

Engin ummæli: