Einn tveir... Dimmalimm!!??
Hvað er þetta með mig og djamm...... Ég er alltaf að lenda í einhverju bulli á djamminu!Í gær var ég og Ingibjörg í sakleysi okkar að dansa á Hverfis og einhver gæi ýtti mér eða eitthvað man ekki alveg hvað gerðist en næsta sem ég veit að hann byrjar að hella yfir mig bjór og ég að sjálfsögðu kýldi hann!! Og þá reyndi hann að kýla mig og eitthvað bla!!! En svo var alltí góðu.. Hélt ég ... Ég og Ingibjörg förum á 22 til að hitta Ólöfu og þar klæði ég mig úr jakkanum og þá segir Ólöf: Hvað er á hendinni á þér? Ég: ekki neitt nú? Ólöf: Jú þú ert gegt klóruð á hendinni! Ég: ha? og kíki á hendina á mér og viti menn, ég er með 2 stór upphleypt klór á hendinni á mér!! Þessar gellur á Hverfis eru nú eitthvað klikkaðar!? Það er eins og mar sé komin á línu í handboltaleik.. : Farðu frá eða í klíp þig!! Hey þú tókst dansstæðið mitt!! Bull maður!!! En kvöldið var gegt skemmtilegt, staffapartý hjá Ingibjörgu og svo var townið heldur betur málað!!
Og núna í þessum skrifuðum orðum er ég að japla á pizzu (þeirri fyrstu sem ég panta heim síðan ég flutti) og ligg eins og skata uppí sófa og ætla mér ekki að hreyfa mig of mikið... Enda get ég það ekki þar sem allt hringsnýst í hausnum á mér... Þegar ég vaknaði hélt ég eksjúallí að ég væri enn þá full!!
Og hvað er þetta með Bacardi Lemon flöskuna mína sem neytar að klárast!! Ég fór með hana í þriðja sinn á djammið í gær og ég fékk mér eitt glas... Hún er enn hálf!!! Fyrst opnaði ég hana á ÞJóðhátíð(já þjóðhátíð!!), svo innflutningspartý hjá Ernu.. Og svo núna!!! Hún er botnlaus, sem að mínu mati er EKKI slæmur kostur hjá áfengisflösku!!
Íris SKELþunn
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli