Bilað fólk!
Ég var lögð niðrí Austurstræti í vikunni að pikka upp einhvers bévítans stand og þurfti að fara tvær ferðir inn í búðina.. Þegar ég var svo að fara seinni ferðina inn er gellan í bmw-inum sem var lagður fyrir framan mig að fara af stað, en það vildi ekki betur til en svo að hún bakkar á bílinn sem ég var á! Og svo ætlaði hún bara að keyra af stað!! Og það beint fyrir framan mig!!! Ég banka í bílinn hjá henni og hún stoppar, og skrúfar niður rúðuna og segir JÁ, Ég: þú varst að bakka á bílinn minn! Hún: Ó, er það, ég fann ekki neitt!! (það heyrðist brakhljóð,og fyrir utan það að bíllinn hennar kipptist við...) Hún kemur útúr bílnum og ég segi: Ég sé nú ekki neitt, Hún: nei ekki ég heldur, Ég: sést eitthvað á þínum? og bendi á einhverja rispu, Hún: Nei, þetta var fyrir, ég er sko nýbúin að kaupa hann og þessi rispa var! Ég: Ok. Hún: Þú ert nú samt fáranlega lögð! Ég: Það breytir því ekki að þú bakkaðir á mig!!!! Hún: nei, en ég sé ekkert, og hún settist inn í bílinn og keyrði burt!!
Hvað er málið, gellan var nýbúin að kaupa sér Bimma og bakkar á, þykist ekki finna neitt, og kennir mér svo um að vera asnalega lögð!!! Er hún eitthvað verri!! Púkinn í mér vildi sko að hún hefði beyglað minn bíll fullt bara til að hún þyrfti að borga fyrir að vera klikkuð!!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli