Hálvitinn ég!?!?!
Ég er svo mikill hálviti, búin að vera að gorta alla vikuna um það að ég sé nú að fara út að borða, í leikhús og svo á fyllerí!?!?!En hvað skeður??? KLukkan er 18.00 og Íris er að byrja að mála sig og gera sig reddí í vinnunni, alveg að deyja út tilhlökkun því þetta á sko eftir að vera skemmtilegasta stelpu kvöld EVER! Búin að púðra sig og er að byrja á eyelinerinum þá fer hún að hugsa (bestað nota þessar fáu sellur í eitthvað sniðugt svona einu sinni), er núna búin með annað augað og þá hvarflar að mér þegar ég beið eftir strætó um daginn, var að tjatta við Ernu í símann og við ákváðum að ÉG myndi hringja á RossoPomodoro og panta borð fyrir 4 kl 18.15 3ja sept.... Þegar þarna er komið er línan orðin þokkalega bein en mér finnst ég þurfa að renna eyelinerinum aðeins betur yfir, svona til að fullkomna verkið, þá kemur þessi líka hræðilega tilfinning inn í hugann og ég reyna að spóla aðeins til baka, bíddu, ég sagði við Ernu að ég myndi hringja og panta borð, en gerði ég það?? Ég tók strætó upp í Hamraborg og labbaði til Hönnu, hringdi ég á leiðinni?? nei, en hringdi ég heima hjá Hönnu?? nei, hringdi ég þá þegar ég kom heim?? nei, en næsta dag??
NEI!?!?!?!?
ÉG FOKKING GLEYMDI AÐ PANTA BORÐIÐ!?!?!?
Ég hendist í símann og hringi í 118 og fæ númerið og hringi niðreftir og sem betur fer var laust borð og ég held að ég sé seif! Það næsta sem ég veit er að síminn minn er að hringja og ég er ekki búin að finna mig alveg til, hef eiginlega ekki tíma til að tala, en ákveð samt að svaronum og það er Alla vinkona, sem tilkynnir mér það að hún og Nanna séu komnar og segir að við eigum ekkert pantað borð!? *hóst* Ég: Jújú, ég var sko að ganga frá því.. Alla: en við erum samt sestar.. Ég: Okei, er að koma!? Erna átti að ná í mig og var aðeins sein fyrir sökum þvottavélar sem kann ekki að fara eftir "short wash", allavegana við komum á Rossopo.... alltof seinar og Alla og Nanna ekki mjög glaðar.. Svo þegar ég fór að segja þeim söguna þá fannst þeim þetta svoldið fyndið og þær stóðu víst svo fast á því að þær &Aelig;TTU pantað borð á nafninu Íris að það leit út fyrir að þetta væri mixup af hálfu Rossopo.. og þær fengu borð!?! Maður á alltaf að láta líta út fyrir að þjónustuaðilinn hafi klúðrað málinu og þá gengur allt upp!?! En maturinn var geðveikur, fékk mér sko pizzu og hún var gegt góð.. hmmmm Ég vildi óska að ég væri enn með bragðið uppí mér...
En kvöldið var nú ekki allt svona, Rómeó og Júlía er það besta leikrit sem ég hef á ævinni séð og það eru engar ýkjur. Mér fannst þetta trufluð sýning, geðveik, æðisleg, frábær!?!? Og það sem eiginlega toppaði var að Unnur Ösp sat við hliðina á mér og fyrir þá sem ekki vita finnst mér hún gegggjuð, ógeðslega góð leikkona, var sko langbest í Grease og mér finnst hún &Aelig;ÐI. Mig langaði gegt að segja við hana: Hey Unnur mig langaði bara að segja þér að þú ert uppháhalds leikkonan mín og mér finnst þú frábær.. En ég þorði því ekki!?!
Svo var farið heim til Nönnu þar sem áfengið flaut (eins og það sé vanalega fast efni!?) og gleðin var við völd og svo var downtown baby og æðislega gaman. Ég vil sko koma því á framfæri að mér finnst að allar góðar vinkonur ættu að hittast minnst einu sinni í mánuði og hafa svona stelpukvöld, það er æðislega gaman :)
Bacio
Íris
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli