pregnancy MÍn sKoÐuN: Talandi Um Klikkun

sunnudagur, ágúst 29

Talandi Um Klikkun

Talandi Um Klikkun

Gestir dýragarðsins í Zhengzhou í Henan-héraði í miðhluta Kína ættu að forðast búr simpansans Feilis ef þeir reykja ekki og vilja síður láta hrækja á sig. Hinn þrettán ára kvenkyns simpansi hefur tekið upp á þeim leiða sið að reykja og biður gesti, sem sýna henni áhuga, um að gefa sér rettu - ef ekki hrækir hún á þá í bræðiskasti.Ástæða þessarar öfgafullu hegðunar er sögð sú að Feili var pöruð með 28 ára gömlum simpansakarli, sem virðist annaðhvort engan áhuga hafa á henni eða ekki geta fullnægt þörfum hennar. Þó að hegðun Feilis virðist svívirðileg er hún ekkert verri en fólksins utan rimla búrsins, þar sem hún tók upp þessa ósiði hvora tveggju eftir að hafa séð til gesta dýragarðsins.
Tekið af mbl.is

Engin ummæli: