pregnancy MÍn sKoÐuN

sunnudagur, ágúst 15

Jæja nú er ég komin heim úr bústaðarferðinni sem fer framar vonum skenmmtileg. Ekki að ég hafði ekki búist við skemmtilegri ferð, heldur var hún svo súper góð. Það vantaði reyndar aðeins í hópinn en það voru náttlega mega stuðboltar sem mættu á svæðið..
Ég, Kolla, Betsý, Margrét, María Ýr, Kristín og Jóna María (sem var eina nótt), en Nía, Iðunn, Lilja, Biddý og Erna voru fjarri góðu gamni.

Jóna koma til mín í vinnunna á föstudaginn um 15, og við fórum í ríkið og bættum á okkur smá byrgðum, keyptum okkur svo risahárteygju og ilmkerti fyrir óvissuferðina miklu.
Svo var haldið útí sólina og keyrt beina leið úr bænum og endað upp í Vaðnesi (sem er í Grímsnesinu). Jóna var smá surprise akt og Margrét og María misstu andlitið þegar þær sáu hana :)
Ég kíkti svo í heimsókn til ömmu og afa. Áður en ég lagði af stað til þeirra fattaði ég allt í einu að ég gleymdi að taka bensín áður en við lögðum af stað úr bænum og tankurinn var eiginlega tómur, en sem betur fer rétt náði ég inná Borg þar sem ég gat keypt bensín á 113 krónur líterinn... 4600kall!!!
Svo þegar ég kom aftur voru gellurnar komnar í pottinn og ég náttlega skellti mér ofan í til þeirra. María og Margrét voru svo sætar í sér að koma með freyðivín og eplacider fyrir þær sem ekki drekka, ávexti og bráðnað súkkulaði í pottinn, þær tóku lappirnar undan plastborðinu og settu allt dæmið á það og svo flaut það í pottinum hjá okkur. Þvílíkt sældarlíf.....
Við borðuðum fajitas í matinn ... mmmmmmm... Geggjað gott..
Svo var náttlega opnaður bjór og byrjað að sumbla aðeins... Jóna þurfti aðeins að létta á sér, og mikið hlegið af því... Þið skiljið þetta sem þekkið til....
Að sjálfsögðu var farið aftur í pottinn og drukkið aðeins meira
Við fengum heimsókn frá Fríðu Hrönn og hún er ekkert smá mikið krútt svona með kúluna útí loftið..
Svo fóru þær ein af annarri eitthvað að hvarta um þreytu og svo vorum við Jóna einar eftir og við hjálpuðum sumum stelpunum að sofna ekki með mikilfengnum skemmtiatriðum og við slóum svo sannarlega í gegn og eigum marbletti því til sönnunnar... Kalli K-vítamín kom þar við sögu og svo einnig rapparinn sem missti málið :) hehehe
á endanum fórum við uppí og var þá klukkan farin að ganga sólarupprás...

Á laugardeginum vöknuðum við Nostalgíur allar spenntar þar sem framundan var óvissuferð ala Kolla og Betsý og þegar allar voru komnar í bleikan bol, með stóru þykku hárteygjuna á úlnliðnum og með ilmkertið í veskinu var haldið af stað. Við fengum náttlega sérpantað veður frá manninum á efri hæðinnni og hitinn var um 30 stig og sólin lék við okkur :)
Við kíktum í Skálholtskirkju, á Laugarás, í dýragarð og minigolf, þar sem ég lennti í 3ja sæti :)
Svo var okkar orðið óbærilega heitt og ákváðum að setjast niður og borða smá nesti.. Við afklæddumst og settumst í grasið og vorum alveg hreint að steikjast, mér var eitthvað búið að klæja svo í bakið eftir að hafa lagst í grasið í sólbaðinu þar sem við borðuðum nestið og svo á leiðinni til baka tók ég eftir því að ég var öll útí útbrotum þar sem grasið hafði komist í snertingu við bert skinnið.. Sem sagt allt bakið og allstaðar á höndunum á mér.. Sem betur fer var María Ýr með ofnæmistöflu sem reddaði málunum , á leiðinni í bílnum var ákveðið að sleppa síðasta hluta óvissunnar vegna veðurs, en þær ætluðu að láta okkur enda í Kerinu þar sem voru tónleikar á vegum Árna Johnsen, en þar sem sólin gat bara ekki hætt að skína var ákveðið að halda frekar heim í bústað og leggjast í sólbað og pottinn.. Allar nema ég og Jóna María því ég þurfti að fara til RVK og skoða íbúð og skutla Jónu Maríu því hún gat bara verið eina nótt.
Þegar ég kom aftur upp í bústað var sólin hætt að skína og þoka farin að leggjast yfir... Típísk mín heppni!!!!
Í kvöldmatinn var kjúklingur í BBQ í ofninum algjört nammi... Og svo langaði mig svo í grillaðar pulsur að ég skellti nokkrum á, en fylgdist ekki svo mjög vel með þeim og þær urðu frekar mikið dökkar, eiginlega svartar en það var allt í lægi en ég fékk mér samt bara eina.
Svo voru tekin fram actionary og við Betsý ætluðum svo aldeilis að meika það en það gékk akki alveg eftir, Kolla, Manga og María voru saman í liði á móti okkur, öfga ósanngjarnt 3 á móti 2!! Og ég ætla ekkert að fara djúpt útí þetta spil nema það að þegar Kristín kom (hún kíkti nebblega í heimsókn) þá sko gékk aðeins betur en við skulum bara seigja að við lenntum í öðru sæti.... hehe
Svo var spilað smá meira og svo var ákveðið að fara á ball í Hveragerði, það voru blómstrandi dagar þar þessa helgi og Hljómsveitin Pass að spila í íþróttahúsinu og frítt inn.. Við skelltum okkar og skemmtum okkur ógeðslega vel... Svo var farið í pusluvagninn á Selfossi þar sem við fæddum hungraða maga... Ég var gegt fúl yfir því að það voru ekki seldar franskar á nóttinni frekar ömurlegt þar sem það er hvort eð er verið að djúpsteikja því það er boðið uppá kjúklingaborgara þarna!!!!!!!!!!!!!
Allt tekur sinn enda og við keyrðum heim á leið þar sem beið okkar volgur pottur en sumar voru nú ekki á því að koma ofan í en mestu pæjurnar fóru að sjálfsögðu ofan í (aka ég, Kolla og Betsý).
Sænginni var vel tekið þegar ég var komin uppí og vissi ekki af mér fyrr en upp undir hádegi á sunnudag... Fyrir utan "smá" titring í símanum ... hehe :)


Sunnudagur var ekki mjög skemmtilegur þar sem erfitt var að drífa sig fram úr og enn erfiðara þegar ég sá að það var skýjað!! Mig sem langaði svo að fara í smá sólbað þar sem ég gat það ekki á laugardeginum... En ekkert væl og við kíktum í pottinn, fengum okkur soðna maísstönlga, þrifum bústaðinn, spiluðum Yatsý og ég náttlega rústaði seinna spilinu... Svo var brunað í bæinn... Eða allavega keyrt... Þar sem umferðin var frekar mikil og ekki hægt að blússa mikið.... En ég var samt ekki í hnútnum sem myndaðist á Vesturlandsveginum sem betur fer, ég var nýkomin inn í RVK þegar ég er eikkvað að hlusta á fréttirnar og þar er tilkynning frá lögreglunni þess efnis að umferðarteppa sé á Vesturlandsvegi og það sé verið að vinna í málunum.. Mikið rosalega var ég fegin að sleppa við það...

Þessi bústaðarferð var yndisleg í alla staði og ég get varla beðið eftir þeirri næstu, þið sem lesið þetta og voruð á staðnum; Takk fyrir frábæra ferð og takk fyrir að vera til :*

Engin ummæli: