FAME!!
Í gærkvöldi fór ég og Gunnar, Alla og Hanna á forsýningu á FAME í Smáralind, og ég get ekki sagt að ég hafi verið mjög hrifin. Mér fannst Sveppi mjög fyndin og það var auðséð að hann fékk nú að hafa fingurna í sínum setningum. Og ég bara spyr, hvað var hann Jónsi að gera??? Hann er lang besti karlsöngvarinn og hann söng nánast ekki neitt!! Hann söng eitt lag og það var rólegt og svo bara hópsöngur!!! Ég skil ekki svona... Ég myndi allavegana ekki borga mig krónu meira en 1000 kall á þetta leikrit (eins og í gær) ... Ef ég á að segja alveg eins og er þá var ég hrifnust af kösturunum í loftinu... Þeir voru geðveikir!!!! Álfrún eða Ásrún eða hvað sem hún heitir var hreint og beint fölsk og ég skil eiginlega ekki afhverju hún var sett í hlutverk þar sem hún þurfti að syngja solo!!!! En sú sem lék aðalhlutverkið var aftur á móti geggjuð man ekki alveg hvað hún heitir held að seinna nafnið sé Talía.. Hún var alveg trufluð.. Og peyinn sem lék Erp var líka geðveikt góður, sérstaklega þegar hann fór að lesa litla bláa kannan!!! En ég bara veit ekki hvað mér finnst um að láta flest allar persónurnar heita eftir frægum íslendingum... Svala, Hilmar Snær, Hólmfríður, Erpur....
Allavega..
Mín skoðun.....
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli