Ég fékk komment í gær að ég væri alltof löt við að blogga!! En ég segi það að á meðan einginn eða mjög fáir skrifa í kommentin hjá mér þá er ég löt við að blogga.... Ég þarf að fá smá hvatningu!!
En annars er allt ágætt hér.. Bara í prófum og að þykjast að vera að læra... Tölvan tengd við netið (sem hún er alltaf, svona sítenging ég kann ekkert á þetta), kveikt á tellýinu og ég að plana að fara útí búð!!! Dí...
En það var ekkert smá geðveikt í gærkvöldi, ég og Gunnsi fórum á leikinn, og Lilja Björg var þar, Iðunn og Betsý.. mér leið eins og við værum bara í Eyjum! En þessi leikur var náttlega alger snilld!! Þótt við værum yfirleitt 4 mörkum yfir var leikurinn sjúklega spennandi og hitinn inní Hlíðarenda var ekkert lítill... fötin voru límd við mig eins og eftir rigninguna miklu á þjóðhátíðinni ´03!!!
Leikurinn var í alla staði geðveikur og ekkert smá mikil skemmtun!! Og þetta var alveg eins og ég planaði þetta! Ég vildi að fyrsti leikur yrði unninn heima í Eyjum, Valur myndi taka sinn heimaleik, svo myndum við vinna 2 í röð svo að ég gæti séð Elísu lyfta bakarnum með eigin augum en ekki í sjónvarpinu! Ég verð nú að segja að mér fannst skemmtilegra í fyrra þegar mar fékk að taka höndum um bikarinn sjálfur!!
En ég vil ekki gleyma einu það er náttlega ennþá meiri snilld að stelpurnar í fótboltanum eru deildarbikarmeistarar og þeim er spáð 1. sæti í sumar... Þetta er alveg frábært Geðveikt ef þetta gengur eftir.. Svei mér þá.. manni langar bara að taka fram takkaskóna aftur!!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli