pregnancy MÍn sKoÐuN

föstudagur, mars 12

Ohh þessi dagur er sko ekki búinn að vera góður frá 12 á miðnætti!! Mín byrjaði í vinnunni í gær og þetta er bara svona leiðinleg búðarvinna sem borgar sig fínt því þetta er svo mikil yfirvinna, og ég kom náttlega heim um 1/2 12 þannig að við fórum náttlega ekkert að sofa fyrr en um 1... Ég veit ekki með aðra en ég get aldrei farið strax að sofa eftir vinnu, er alltaf eikkvað svo upptjúnuð. En eníveis fór sem sagt svoldið seint að sofa.. En ég gat náttlega ekkert sofnað fyrr en um 3AM!!! Og þetta er sko ekki búið, málið er að ég er krónísk kuldaskræfa og mér er yfirleitt kallt, og Gunnsi Punnsi er auðvitað heitfeingasti maður sem ég hef nokkru sinni vitað um og þess vegna er um 3ja gráðu hiti í svefnherberginu okkar!!! Og ég má sko EKKI hækka á ofninum því þá verður Gunnari SVO heitt!! Þannig að ég gat náttlega ekki sofnað fyrir nístingskulda, og fór þess vegna fram úr og klæddi mig í flísbuxur og ullarsokka og var reyndar bara á stuttermabol því ég nennti ekki fram að ná mér í peysu!! Svo þegar ég vaknaði var mér náttlega enn kallt búin að dreyma um að ég sé í kaldri sundlaug í alla nótt....>>Takk Sísí :( hehe
En svona án gríns þá er mér enn þá kallt og klukkan er orðin 10!!!!
Þannig að minn dagur byrjar ekki vel, og vil meina að það sé svona mánudagsfiðringur á föstudegi!
Over And Out

Engin ummæli: