föstudagur, mars 26
Það er búið að nefna litluna og hún heitir Ester Grétarsdóttir alveg eins og amma sín. En það eru góðar fréttir, Ester var voða dugleg í nótt og við bíðum eftir að barnalaæknir skoði hana um hádegisbil. Jóna ætlar að biðja Grétar að senda mér mynd af henni þannig að ég ætti að geta sett inn mynd í dag. Jóna segir að hún sé svo falleg, ljós yfirlitum og eiginlega brún, og svo slétt. Þau vonast til að komast til Keflavíkur í dag og mæðgurnar ætla að hvíla sig þar í nokkra daga
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli