pregnancy MÍn sKoÐuN

miðvikudagur, mars 17

He he Betsý vinkona sendi mér brillíant brandara... Bara varð að láta hann fylgja með :

Kona, sem var gift sjómanni keypti sér í svefniherbergið,
fataskáp í Ikea stuttu eftir að maður hennar fór á sjóinn. Hann var
ósamansettur og átti að vera auðveldur í samsetningu. Hún fór með
hann heim og byrjaði að setja hann saman um morguninn. Því var lokið um
hádegið og var hún nokkuð stolt af því. Þegar hún er að virða fyrir sé skápinn, dettur hann allt í einu í sundur. Þetta þótti henni skrýtið og setur hún hann saman aftur. Þegar hún er búin að því og er að virða hann fyrir sér, hrynur hann aftur og heyrir hún þá um leið að strætó keyrir framhjá. Í þriðja sinn setur hún hann saman og tekur eftir því að um leið og strætó keyrir framhjá, hrynur skápurinn. Hún fer þá í Ikea og kvartar, en þeir höfðu aldrei heyrt annað eins og ákveða að senda mann morguninn eftir, til þess að sjá þetta. Hann kemur og setur
saman skápinn, bíða þau eftir strætó og þegar hann keyrir framhjá,
hrynur skápurinn. Hann er mjög hissa á þessu og setur skápinn saman og
segir við konuna að hann verði að fara inn í skápinn og sjá hvað væri
að gerast. Hann fer svo inn í skápinn og bíður. Þá kemur eiginnmaðurinn
óvænt heim og fer inn í svefniherbergið til konu sinnar, sem starir á skápinn.
Hvað, ertu búin að kaupa skáp? og opnar hann. Honum bregður, þegar hann sér manninn frá Ikea og spyr hvern andskotan hann væri að gera þarna?
Þú trúir því aldrei, ég er að bíða eftir strætó!

Engin ummæli: