pregnancy MÍn sKoÐuN

miðvikudagur, mars 10

Ég er náttúrulega mikill íþróttaháhuga manneskja,eins og flestir sem þekkja mig vita! þá aðallega þegar ÍBV er að keppa (kvenna handbolti + fótbolti) og ég var virkilega að pæla í að fara til Eyja um helgina til að horfa á ÍBV keppa í Evrópukeppninni... en svo ákvað ég að senda bara póst á RÚV og spyrja hvort að ætti ekki að sjónvarpa þessum merka atburði.. Ég meina ÍBV er að brjóta blað í Kvennahandboltasögu Íslands ef þær vinna þá eru þær komnar í 4 liða úrslit og það hefur aldrei gerst áður. Rúv var ekkert að hafa fyrir að sýna hina leikina og mér fannst bara allt lægi að senda þeim póst og spyrja um þetta.
Haldiði ekki að ég hafi fengið póst til baka... Audda!! hvað annað?? Hann Samúel Örn Erlingsson sendi mér privat og persónulega til baka þar sem henn tilkynnti mér að RÚV myndi sýna báða leikina beint!!! En þvílík snilld.... þannig að leikirnir eru; Laugardag kl. 16:30 Og Sunnudag kl. 12:00
ÍBV - Brodosplit Vranjic í átta liða úrslitum!!
Ohh ég er svo glöð!!

Engin ummæli: