Núna er síðasta kvöld mitt sem eigandi og umsjónarmaður einbýlishúss.. Og ég er sorgmædd!!
Þetta er sko búið að vera afskaplega ljúfur mánuður, og það verður erfitt að fara aftur í 3 herbergja íbúðina í Engihjallanum... Ég ætla sko að fara í langt og heitt bað á eftir og horfa á friends.. Svo ætla ég að liggja í þægilegasta sófa í geimi og horfa á nýjustu seríuna af O.C. á hnettinum og glápa með öðru auganu á handboltaleikinn.... Sem sagt pakkað planið kvöldið mitt...
Svo ætlar Alla að ná í mig kl 06:00 í fyrramálið og við ætlum að drífa okkur í leikfimi....
*hóst NEI* hehe   En hún er samt að koma að ná í mig kl. 06:00 í fyrramálið og við ætlum að bruna til Keflavíkur og ná í Ernu Björk sem að koma heim frá New York!!  Talandi um góðar vinkonur ;)  Þetta er nú samt kannski ekki bara í góðsemi gert, því Alla er með bílinn hennar í láni... og ber þannig séð skylda til að ná í hana.. og Mig langar svo rosalega að fá ferðasöguna beint í æð... Talandi um eiginhagsmunaseggi!!!!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli