Jæja mikið hefur breyst á undanförnum dögum. Ég er flutt, komin með litla sæta íbúð í Suðurhlíðinni.. Reyndar er útfararþjónusta á fyrstu hæðinni .. doldið spúkí en allt í lægi samt.
Ég gerði heiðarlega tilraun til að djamma um helgina, var að fara í fyrsta skipti á Menningarnótt, og ætlaði sko aldeilis að djamma og taka lífinu með pompi og prakt en ég kolféll á þessu djammi.. Fékk geðveikt í magann og Alla vinkona reddaði mér heldur betur, gaf með staup af Jagameister (eða hvernig sem það er skrifað), hún sagði að það væri gegt gott í magann, ég var nú ekkert að trúa henni mikið en fékk mér samt staupið, hélt sko fyrir nefið á meðan og þambaði kók á eftir... OG viti menn ég var góð í svona einn og hálfann klukkutíma og svo varð mér illt aftur þannig að ég stakk af heim.. Röðin í leigubíl var ekkert smá löng ábyggilega 20þús manns að bíða.. Þannig að ég ákvað að labba upp Skólavörðustíginn og freista gæfunnar uppi hjá Hallgrímskirkju.... Og viti menn.. ég fékk bíl áður en ég kom að kirkjunni og hugsaði hlítt til fólksins sem beið í röð eftir bíl í hátt í 2 tíma hehehehehehe.... Og ég var sérstaklega glöð með hvað bíllinn kostaði innan við 920 kall!!!! Ég var alltaf að borga yfir 2000 kall þegar ég var að fara útí Hafnafjörð... Lucky Me...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli